Körfur
Körfur

Körfur

Regular price 0 kr
Unit price  per 

Körfuhekl

Tilvalið námskeið fyrir byrjendur og fyrir þá sem vilja rifja upp gamla takta!

Eitt námskeið
2x mæting
Þrír klukkutímar í heild.

Nánar um námskeið 

Stutt heklnámskeið þar sem þátttakendur læra að hekla körfu. Karfan er svo tilvalin undir garnið, handavinnudótið eða bara hvað sem er!

Dagskrá
Fyrra skipti: þátttakendur læra lykkjurnar og að auka út í hring.
Farið er yfir hekltáknin og uppskriftarlæsi.
Byrjað er á körfubotninum.
1,5 klt.

Heimavinna: klára körfubotninn.

Seinna skipti: byrjað er á 'körfunni sjálfri'.
1,5 klt.

Þátttakendur setja saman tvo liti að eigin vali.
Hægt að velja úr sjö litum (sjá liti hér á heimasíðu undir 'Garn' - 'Navia Tradition').

Heklnál nr. 5,5 hentar garni vel.
Það er misjafnt hvaða heklnálastærð hentar hverjum og einum. Ef þáttakendur hafa tök á að mæta með nokkrar stærðir er það tilvalið!

Hægt að kaupa Clover Amour heklnálar á staðnum.
Stærðir 5, 5,5 og 6 á 1.500kr. stk.
Stærð 6,5 á 1.600kr. stk.