Navia Tradition


- 100% ullargarn frá færeyska garnframleiðandum Navia. -

- Garnið heitir á færeysku Samfingið, eða óflokkað, því grófa ullin er ekki fjarlægð við framleiðslu. Garnið er því ‘hrátt’ með rústik áferð. Garnið hefur verið notað lengi í Færeyjum í 'skipstroyggjur' eða ‘sjómannspeysur’, þess vegna heitir garnið Tradition á ensku. -

- Garnið hentar einstaklega vel til að hekla körfur vegna þess hve sterkt það er.
Áferðin verður skemmtileg og körfurnar halda lagi sínu vel. -

- Þetta er garnið sem er notað á körfunámskeiðinu. Körfurnar eru heklaðar með nál nr. 5,5. -

Prjónfesta: 14 L = 10 cm.
Prjónastærð: 7-9 mm.
100% ull
100gr.
180 m.