Hvað er það?


Orð vikunnar úr íðorðabanka Árnastofnunar.

Íðorð er orð sem tilheyrir ákveðnu sérsviði.
-
Íðorðabankinn er uppflettisafn orða á íslensku og fleiri tungumálum innan ákveðinna starfs- eða fræðigreina.

Ég hef mikinn áhuga á íslensku og reyni alltaf að tala og skrifa rétt. Mér finnst mikilvægt að eiga íslenskt orð yfir allt og nota íðorðabankann og www.malid.is mikið.

Hlutverk stofnunar Árna Magnússonar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á.
-
Árni Magnússon (1663-1730) var handritasafnari og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla.

www.malid.is
www.arnastofnun.is
www.idordabanki.arnastofnun.is