Umhverfisstefna
Hringlandi reynir eftir fremsta megni að hafa allar umbúðir sem umhverfisvænastar.
Öllum sendingum að utan fylgja einhverjar umbúðir. Við geymum þær allar og reynum að nota þær aftur þegar við sendum vörur heim til þín. Þú gætir því fengið vörurnar þínar í umbúðum sem upprunalega voru notaðar í annað.
Við reynum eins og við getum að komast hjá því að nota plast. Ef þú færð vöru frá okkur í plasti er það vegna þess að hún hefur komið þannig frá framleiðanda eða að við höfum sett hana í umbúðir sem við fengum í sendingu og erum þannig að endurnýta plastið.
Við viljum hvetja alla okkar viðskiptavini til þess að endurnýta allar umbúðir og poka frá okkur. Sé þess ekki kostur hvetjum við að sjálfsögðu til þess að umbúðir séu pressaðar og settar í viðeigandi flokkunartunnu.