Afhendingarmátar


1. nóvember 2021 breytti Pósturinn verðskránni sinni. Við erum að vinna í því að uppfæra upplýsingar á síðunni í samræmi við þær breytingar. Við munum einnig bæta við ódýrari afhendingarmátum.
    • Allar pantanir eru sendar með Póstinum (www.posturinn.is).
    • Hægt er að velja um að fá vörur sendar á næsta pósthús eða beint heim að dyrum.
    • Sendingarkostnaður fyrir pakka beint heim að dyrum er 
    • Sendingarkostnaður fyrir pakka á næsta pósthús er 
    • Við leggjum okkur fram við að afgreiða pantanir eins hratt og mögulegt er. Við reynum okkar besta að póstleggja vörur samdægurs eða í allra síðasta lagi tveimur dögum eftir að greiðsla berst. 
    • Komi upp eitthvert vandamál tengt sendingunni er Pósturinn mun fljótari að koma pakkanum til þín sé símanúmer til staðar svo endilega láttu símanúmer fylgja pöntuninni þinni.
    • Mikilvægt er að viðskiptavinir séu með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Einnig er mikilvægt að skráð sé rétt heimilisfang við kaup. Átti viðskiptavinur sig á því að hann hafi skrifað rangt heimilisfang er mikilvægt að hafa samband við hringlandi hið snarasta.
    • Ef pöntunin þín hefur ekki borist, eða þú ekki fengið tilkynningu frá póstinum vegna hennar, innan 7 virkra daga frá greiðslu skalt þú hafa samband við okkur á hringlandi@hringlandi.is.