Skilmálar
Friðhelgisstefna
- Við kaup á vörum hjá hringlandi gefur þú upp upplýsingar sem eru ekki undir neinum kringumstæðum deilt með ótengdum aðilum.
- Við notkun á vefsíðu okkar verða til upplýsingar með vafrakökum. Við getum notað þessar upplýsingar til þess að gera vefsíðuna okkar enn betri og gera heimsóknina þína ánægjulegri.
- Vefsíðan www.hringlandi.is er keyrð á Shopify. Shopify er með mjög skýra friðhelgisstefnu sem hægt er að lesa um hér: https://www.shopify.com/legal/privacy.
Skilaréttur
Að skila vöru
- Óski viðskiptavinur eftir því að skila keyptri vöru þarf hann að senda skrifleg skilaboð þess efnis á hringlandi@hringlandi.is innan þriggja vikna frá greiðslu.
- Til þess að hægt sé að skila vöru þarf hún að vera ónotuð, í upprunalegu ástandi og enn í pakkningu.
- Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað þegar vöru er skilað.
Að skipta vöru
- Hægt er að skipta vöru sé hún ónotuð, í upprunalegu ástandi og enn í pakkningu.
- Við vöruskipti greiðir viðskiptavinur sendingarkostnað.
Ekki rétt vara í sendingu
- Hafi viðskiptavinur ekki fengið rétta vöru senda þarf hann að hafa samband við hringlandi strax og honum er það ljóst.
- Viðskiptavinur getur valið um að halda vörunni eða senda hana til baka. Ef viðskiptavinur velur að halda vörunni er hvert tilvik skoðað fyrir sig hvað varðar mismun á verði. Ef viðskiptavinur velur að senda vöruna til baka greiðir hringlandi þann sendingarkostnað sem fellur á við að koma réttri vöru til viðskiptavinar.
Gölluð vara
- Ef kemur í ljós að keypt vara er gölluð þarf að hafa samband við hringlandi eins fljótt og mögulegt er. Nauðsynlegt er að senda tölvupóst á hringlandi@hringlandi.is með útskýringu á galla og ljósmynd. Viðskiptavinur sendir svo vöruna til baka með öllu, þ.e. umbúðum og öðru sem kann að hafa fylgt vörunni. Ef viðskiptavinur þarf að senda gallaða vöru til baka tekur hringlandi þann kostnað á sig og endurgreiðir kaupanda vöruna að fullu. Hafi viðskiptavinur eingöngu keypt umrædda vöru endurgreiðir hringlandi upphaflegan sendingarkostnað.
Greiðslur
- Allar greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd (áður Korta).
- hringlandi fær aldrei kortaupplýsingar viðskiptavina.
Verð
- Verð eru birt með fyrirvara um villur.
- Verð getur breyst án fyrirvara.
Við viljum heyra í þér
- Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur viljum við endilega að þú sendir okkur línu á hringlandi@hringlandi.is. Við viljum alltaf heyra í þér!