Þátttakendur hekla regnboga í litum að eigin vali.
Regnboginn er tilvalinn til að lífga upp á hvaða rými sem er í húsinu.
•
Á námskeiðinu er léttilega farið yfir hvernig á að fylgja hekluppskriftum, í máli og myndum. Þ.e.a.s. hvernig á að fylgja skrifaðri uppskrift og hvernig á að lesa úr hekltáknum.
-
Allir fá blað með sér heim með heitum á helstu hekltáknunum á íslensku og ensku (bresku og amerísku).
•
Góð heklnálastærð fyrir garn námskeiðis er 3,5 eða 4.
Hægt er að kaupa Clover Amour heklnál á staðnum á 1.500kr.
•
Innifalið í verði er allt nauðsynlegt fyrir námskeiðið að undanskilinni heklnálinni.