Fróðleikur og fréttir RSS




Fyrsta Pop-upið!

Fyrsta Pop-up hringlandi var á Vagninum Flateyri 25. júlí 2021!   Ég sýndi handtökin í orkeringu fyrir áhugasama og átti skemmtileg og áhugaverð handavinnusamtöl. Það er því óhætt að segja að ég hafi skemmt mér konunglega!   Nú er ég búin að brjóta ísinn og aldrei að vita hvar hringlandi poppar upp næst!

Halda áfram að lesa



Krumminn!

Hrund hjá Krummanum hafði samband við mig um daginn og vildi fá að skrifa grein um hringlandi. Ég svaraði að sjálfsögðu játandi. Krumminn er bæjarblað Hveragerðis sem Hrund rekur. Það er alltaf hægt að stóla á Krummann fyrir nýjustu fréttir úr bænum, frásagnir af skemmtilegum uppákomum og áhugaverðu fólki. Greinin um hringlandi er stutt, hnitmiðuð og fyndin. Ljósmyndirnar með greininni voru teknar af hringlandi instagram reikningnum og skrifaðar nýjar og skemmtilegar athugasemdir við hverja og eina. (Endilega fylgist með hringlandi á instagram: @hringlandi) Hér má lesa greinina góðu: https://www.krumminn.is/hringlandi-vefverslun-i-hveragerdi/     

Halda áfram að lesa



Vattarsaumur

Flík úr vattarsaumi lítur í fljótu bragði út eins og hún sé hekluð. Vattarsaumaðar flíkur eru yfirleitt þéttar í sér og eru endingargóðar og slitsterkar en þær hafa ekki sama teygjanleika og prjón. Í vattarsaum er notuð stór nál með stóru nálarauga. Nálarnar eru ýmist gerðar úr beini, horni, tré eða málmi. Nálinni er brugðið í gegnum lykkjur sem fyrir eru svo ekki er auðvelt að rekja sauminn upp. Lykkjurnar eru myndaðar utan um vinstri þumal með hægri hendi, það er því ekki stærð nálarinnar sem ræður stærð lykkjanna heldur stærð þumalsins. Engin regla er varðandi stærð nálar í vattarsaumi, einungis er nauðsynlegt að notanda finnist hún þægileg og að nálaraugað rúmi garnið. Gott er að hafa lítinn snúning á garninu...

Halda áfram að lesa